Kaupmáli
Lögum samkvæmt geta einungis hjón eða hjónaefni gert kaupmála sín á milli. Með hjónaefni er átt við fólk sem er búið að ákveða vígsludag og tekur þá kaupmálinn gildi eftir að vígslan hefur verið framkvæmd.
Með því að ganga í hjónaband verða allar eignir aðila hjúskapareignir nema annað sé tilgreint, til að mynda með kaupmála.
Flestir sem ganga í hjónaband ætla sér að vera í því ævilangt en staðreyndin er sú að það gengur ekki alltaf eftir. Skynsamlegt er að hjón eða hjónaefni geri kaupmála sín á milli, sérstaklega ef mikill munur er á eignarstöðu aðila og þannig standa vörð um sínar eignir.
Hafðu sambandAlmennt um kaupmála
Í kaupmála er oftast kveðið á um að ákveðnar eignir verði séreignir annars hjóna og koma þær þá ekki til skipta við skilnað.
Gjafir milli hjóna og hjónaefna eru aðeins gildar ef gerður er kaupmáli um þær. Þetta á þó ekki við um hóflegar gjafir.
Þjónusta hjá kaupmáli.is
Hjá kaupmáli.is bjóðum við uppá þá þjónustu að gera kaupmála á netinu fyrir fast verð. Þið fáið kaupmálann sendan heim að dyrum og öll vinnan fer fram á netinu.
Öruggt, þægilegt og einfalt
Við bjóðum upp á 3 konar samninga og eru þeir allir með fast verð
Samningur 1 er fyrir hjón. Fast verð 60.000 kr.
Samningur 2 er fyrir hjónaefni. Fast verð 60.000 kr.
Samningur 3 er niðurfelling á kaupmála. Fast verð 15.000 kr.